HREYFING - VIRÐING - UPPLIFUN - LÍFSGLEÐI Hafa samband

Ein leið til umhverfismenntunar

Handbókin Vettvangsferðir um nánasta umhverfi leikskólans byggir á afrakstri þróunarverkefnisins, þeirri reynslu sem verkefnið færði og þeim árangri sem náðist vegna þess. Handbókin er ætluð leikskólakennurum sem starfa í leikskólum til að þróa vettvangsferðir með leikskólabörnum. Hún fjallar um hlutverk leikskólakennarans í vettvangsferðum í leik og starfi með leikskólabörnum.  Bent er á hættur sem geta skapast í slíkum ferðum  til og  frá leikskólanum, á svæðunum og hugmyndir til að draga úr þeim. Einnig er bent á  hvernig skipta megi barnahópnum eftir aldri, samsetningu og fjölda í hóp miðað við aldur.  Að síðustu má finna í handbókinni upplýsingar og  lýsingar á svæðunum og möguleikum þeirra til leikja og náttúruskoðunar.

Hér er einnig hægt að sjá nánar handbókina  ásamt heimasíðu sem Theodóra Mýrdal gerði árið 2008