HREYFING - VIRÐING - UPPLIFUN - LÍFSGLEÐI Hafa samband

Fréttir frá Tjarnarseli

Sumarhátíð í bongóblíðu

Í gær héldum við sumargleðina okkar sem að þessu sinni var með afmælisívafi af því tilefni að Tjarnarsel verður 50 ára þann 18. ágúst.

Brakandi blíða og brosandi andlit einkenndu þennan dag sem hófst með skrúðgöngu um nánasta umhverfi okkar.
Að henni lokinni var vatnsbrunnurinn okkar formlega vígður og honum gefið nafnið Georgsbrunnur í minningu George Hollanders vinar okkar sem vann með okkur í upphafi umbreytinga útisvæðisins.

Um hádegisbilið fengum við grillaðar pylsur, fyrir sjálfstæða (unga) Íslendinga og eftir hádegið streymdu foreldrar og fjölskyldur að til að njóta dagsins með okkur.

Foreldrafélagið bauð upp á fjörugt skemmtiatriði, þar sem fram kom dúettinn Heiður sem spilaði og söng fyrir dansi.

Að sjálfsögðu var boðið upp á sumarlegar veitingar og almenn skríkjandi skemmtilegheit :)

Við þökkum öllum sem vörðu deginum með okkur fyrir komuna og óskum ykkur ljúfrar helgar.