Dagana 8.-12. júní var vinnuviku barna og kennara í garðinum okkar í Tjarnarseli. Garðurinn var snyrtur í hólf og gólf, sumarblóm gróðursett og máluð þrautabraut.
Undanfarin 7 ár hafa foreldrar og fjölskyldur barnanna mætt hingað í sjálfboðastörfum og fegrað garðinn ásamt því að betrumbæta hann, smíða leiktæki, hlaða beð, smíða kofa, fótboltamark, klifurgrindur og svo mætti lengi telja.
Vegna sérstakra aðstæðna í samfélaginu ákváðum við að fresta því að bjóða foreldrum til okkar á vinnudegi þangað til næsta sumar.
Við söknum þess vissulega að hafa þennan öfluga foreldrahóp með okkur í garðinum núna, en vitum að við munum koma saman tvíefld að ári liðnu og halda áfram að vinna þrekvirki saman.