news

Pólsk menningarhátíð

30. 10. 2020

Í tilefni af pólsku menningarhátíðinni sem hefst mánudaginn 2. nóvember hafa börnin í Tjarnarseli skapað listaverk innblásin af pólskri menningarhefð. Verkin eru nú til sýnis í gluggum Tjarnarsels.

Eldri börnin hafa líka verið að læra lagið höfuð, herðar, hné og tær á pólsku sem hefur verið einstaklega skemmtilegt.

Pólsku nemarnir okkar eru enn að jafna sig eftir hlátursköstin við að sjá kennarana sína brasa við að syngja á pólsku, en þau hljóta að jafna sig á því um helgina blessuð börnin.

© 2016 - 2021 Karellen