news

Opnun eftir sumarleyfi - sóttvarnir á Covid tíma

07. 08. 2020

Aðgengi foreldra inn í skólann

 • Vinsamlegast virðið 2 metra regluna í samskiptum við fullorðna.
 • Aðgangur verður takmarkaður inn í skólann til 1.október.
 • Aðeins eitt foreldri/aðstandandi má koma inn í skólann í einu en það þarf ekki að vera sá sami að morgni og þegar barnið er sótt.
 • Vinsamlegast sprittið hendur í forstofum áður en þið komið inn í skólann.
 • Reynið eftir fremsta megni að stoppa stutt við þegar komið er með barn og það sótt.
 • Staldrið við og bíðið við innganga skólans ef annað foreldri er í fataklefa ykkar barns til að virða 2 metra regluna því fataklefarnir eru þröngir og litlir.
 • Lögð verður áhersla á að skila börnum úti í lok dagsins, ef veður leyfir, til að létta á fataklefum og til að létta lundina.

Fatnaður, leikföng og sótthreinsun

 1. Ekki þarf að taka fatnað barna heim á hverjum degi. Aðeins á föstudögum.
 2. Foreldrar taka teppi og kodda heim annan hvorn föstudag.
 3. Leikföng verða sótthreinsuð í lok dags.
 4. Snertifletir verða sótthreinsaðir daglega.

© 2016 - 2020 Karellen