news

Dagur leikskólans

05. 02. 2021

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar ár hvert, sem að þessu sinni bar upp á laugardag. Við héldum því daginn hátíðlegan föstudaginn 5. febrúar.
Hér mættu því börn og kennarar eldspræk í morgunsárið í náttfötum, með vasaljós í hönd, og þá er nú fjörið mikið. Ljósin voru slökkt í morgunsárið og ljósaleikir voru um allan skóla, í skúmaskotum, undir borðum og inni í skápum. Þegar dagsbirtan tók völd var tjúttað og trallað í náttfötunum sem er einstaklega þægilegt. Við mælum með því.

Í sídegishressingu var að sjálfsögðu boðið upp á ljúffenga skúffuköku og ískalda mjólk að hætti okkar góðu matráða.

© 2016 - 2021 Karellen